Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kveikti eld í sameign fjölbýlishúss
Þriðjudagur 12. nóvember 2013 kl. 09:11

Kveikti eld í sameign fjölbýlishúss

Eldur var borinn að rusli í sameign fjölbýlishúss við Mávabraut í Keflavík í gærkvöldi. Allt tiltækt slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en útkallið kom á vaktaskiptum á slökkvistöðinni og því fjölmennt slökkvilið í húsinu þegar útkallið barst.

Þegar slökkvilið kom á staðinn logaði í rusli í gangi við geymslur í sameign. Slökkviliðsmenn voru fljótir að slökkva eldinn en íbúi í húsinu hafði reynt að halda eldinum í skefjum með handslökkvitæki. Íbúinn var fluttur á Heilbrigðisstofun Suðurnesja til skoðunar vegna gruns um reykeitrun.

Tjón í brunanum varð ekki mikið en húsið var reykræst eftir að slökkvistarfi lauk. Ekki er vitað hver kveikti eldinn. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi brunans í gærkvöldi. Myndskeiðið er hægt að skoða í 1080p HD upplausn. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson







Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024