Kveikt í ruslagámi
Um klukkan 10 í gærkvöldi var tilkynnt um eld í plastruslagámi utan við Lyfju við Skólaveg í Keflavík.
Brunavarnir Suðurnesja slökktu eldinn, en hitinn frá eldinum hafði brotið ytra glerið í glugga sem var ofan við gáminn. Gámurinn var ónýtur eftir.
Ekki er vitað hver kveikti eldinn, en böndin beinast að krökkum sem voru staddir í nágrenninu.
Myndin er úr safni VF