Kveikt í körfuboltavellinum í Grindavík
Skemmdarvargar á ferð
Skemmdir voru unnar á körfuboltavellinum við Hópskóla í Grindavík á dögunum. Kveikt hafði verið í vellinum og hlíf á einni körfunni á vellinum. Í frétt á vef Grindavíkurbæjar segir að búið hafi verið að brenna fjórar plötur á áberandi stað á vellinum upp til agna.
„Þarna var greinilega um einbeittan brotavilja að ræða. Þrjótarnir létu ekki staðar numið þar heldur brenndu líka gat á hlíf utan um eina körfu vallarins og svo virðist sem að þeir hafi komið af stað umtalsverðum hita, því gatið er stórt og skilur eftir sig ljótt og hættulegt sár,“ segir á síðu Grindvíkinga.
Hlíf undir körfunni var líka brennd.