Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kveikt í brettastæðu í vörumóttöku Bónus
Mánudagur 29. desember 2003 kl. 23:51

Kveikt í brettastæðu í vörumóttöku Bónus

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja hefur slökkt eld í brettastæðu við vörumóttöku Bónuss á Fitjum í Reykjanesbæ. Talsverður eldur logaði í stæðunni sem var undir húsvegg verslunarinnar. Hurð sviðnaði og rúða í henni sprakk af hitanum.
Að sögn Pálma Aðalbergssonar, varðstjóra hjá lögreglunni í Keflavík, er grunur um íkveikju. Ekki er loku fyrir að skotið að flugeldur hafi valdið brunanum og kveikt í plasti við brettastæðuna.

 

VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024