KVEIKT Á JÓLATRÉNU Í REYKJANESBÆ
Stefán Karl Björnsson, nemandi í Heiðarskóla, sem tendraði jólaljósin á jólatrénu við Tjarnargötutorg í Keflavík s.l. laugardag. Jólatréð er gjöf frá vinbænum Kristiansand í Noregi.Mikið fjölmenni var við athöfina enda komu margir góðir gestir í heimsókn. Blásarasveit og söngvarar frá Tónlistarskóla Reykanesbæjar komu öllum í jólaskap með fallegum jólalögum, jólasveinarnir gerðu sér ferð í bæinn og heilsuðu upp á börnin og Björk Guðjónsdóttir, bæjarfulltrúi, og Kjell H. Halvorsen, norski sendiherrann, fluttu ávarp.