Kveikt á jólaskreytingum 1. desember
Undirbúningur að fyrsta sunnudegi aðventu þann 30. nóvember n.k. er hafinn og er nú unnið að því að setja upp jólaskreytingar í miðbænum. Hafnargatan mun skarta sínu fegursta um þessu jól enda hefur hún tekið á sig nýja mynd. Framkvæmdum við Tjarnargötu og torg við Hafnargötu mun ljúka um mánaðarmót sem og framkvæmdum við efri hluta Hafnargötu frá Faxabraut og að Vatnsnesvegi. Framkvæmdir munu liggja niðri á aðventunni en hefjast að ný eftir áramót. Kveikt verður á jólatrjám og jólaskreytingum 1. desember n.k. að venju, segir á vef Reykjanesbæjar.