Kveikt á bæjarhliðinu
Kveikt var á bæjarhliðinu á Vogastapa síðdegis og sagði Árni Sigfússon bæjarstjóri við það tækifæri að bæjarhliðið væri til sóma fyrir Reykjanesbæ. Boðið var upp á kakó við þetta tækifæri og veitti gestum ekki af því kuldinn var mikill.
Vélsmiðja Ásmundar Sigurðssonar smíðaði og setti upp stafina, Rafmiðstöðin sá um lýsingu og grjótgarðurinn kemur úr Helguvík þar sem Íslenskir aðalverktakar hafa unnið við grjótnám. Guðmundur Jónsson arkitekt aðstoðaði við hönnun bæjarhliðsins. Kostnaður við bæjarhliðið í heild sinni nemur um 3 milljónum króna.
VF-ljósmyndir/Jóhannes Kr. Kristjánsson.