Kvartað yfir vélsleðum í þéttbýli
Nokkuð hefur borið á kvörtunum til lögreglu á akstri vélsleða í þéttbýli. Samkvæmt lögum er akstur vélsleða í þéttbýli bannaður og mönnum eingöngu heimilt að fara styðstu leið heiman og heim.Nú stendur yfir umferðarátak hjá lögreglu þar sem fylgst er með ökuréttindum og ástandi ökumanna. Menn mega eiga von á því að vera stöðvaðir af lögreglu á ólíklegustu stöðum og ökuréttindi og ástand kannað.