Kvartað undan ólykt í Sandgerði
Íbúar í Sandgerði kvarta stöðugt undan ólykt í kring um hafnarsvæði og víðar í bænum. Þetta kom fram á síðasta fundi bæjarráðs sem lýsir yfir áhyggjum sínum með lykt og umgengni í kring um fyrirtæki að Hafnargötu 4, af því er fram kemur í fundargerð. Hið sama er að segja um nokkur beitningarfyrirtæki við höfnina.
Bæjarráð hvetur heilbrigðiseftirlitið til aðgerða í þesum málum og að komið verði í veg fyrir dreifingu á slógi í heiðarlönd í nágrenni Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og í umhverfi bæjarfélagsins.
Mynd: Frá Sandgerði.