Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kvartað undan hávaða frá hljómsveit
Föstudagur 10. september 2004 kl. 07:39

Kvartað undan hávaða frá hljómsveit

Kvartað var undan hávaða frá hljómsveit í Njarðvík í gærkvöldi en hljómsveitin var með æfingu. Segir í dagbók lögreglunnar að hljómsveitin hafi hætt spilamennsku þegar lögregla kom á staðinn.
Óskað var eftir lögreglu að Stapa í Njarðvík, þar sem busaball Fjölbrautaskóla Suðurnesja stóð yfir. Aðili sem var undir áhrifum áfengis fékk ekki inngöngu og var ósáttur með það, en lögreglan þurfti ekki að grípa til neinna aðgerða. Einn ökumaður var tekinn í nótt grunaður um ölvunarakstur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024