Kvartað undan fjórhjólum og klippt á girðingu
Lögreglunni á Suðurnesjum barst nýverið kvörtun þess efnis að verið væri að aka á fjórhjólum eftir gamla Suðurstrandarveginum, sem vegagerðin hefur afhent landeigendum. Lögreglan rannsakar hverjir voru þar á ferð, þar sem vegurinn er lokaður, auk þess sem búið var að klippa á girðingu sem sett hafði verið upp vegna hesta.