Kvartað undan amoníakslykt
Töluvert var hringt til lögreglunnar á Suðurnesjum í gærkvöldi og kvartað undan hugsanlegri amoníakslykt, sem kæmi frá Fitjum í Njarðvík. Við nánari skoðun lögreglu kom í ljós að lyktin kom frá losunarsvæði á Fitjabakka, en þar er losað álgjall í miklu mæli á svæðinu. Þegar álgjallið kemst í snertingu við sjó verða efnahvörf í álinu og myndast við það gufur og lykt, sem minnir á amoníak. Haft var samband við Brunavarnir Suðurnesja og þeim tilkynnt um málið. Leyfi er fyrir því að losa þarna álgjall.