Kvarta ekki undan verkefnaleysinu
Það virðist sem mikil ró hafi færst yfir Suðurnes síðustu daga. Það má meðal annars lesa úr fréttaskeytum frá lögreglu og slökkviliði.
Tíðindalítið er hjá lögreglunni og hjá Brunavörnum Suðurnesja hafa menn farið í tvo sjúkraflutninga það sem af er þessum sólarhring en flutningarnir hafa verið 22 sl. sjö daga.
Hjá Brunavörnum Suðurnesja kvarta menn ekki undan verkefnaskorti, því engar fréttir eru góðar fréttir þegar kemur að verkefnum slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.
Slökkviliðsmenn BS fóru reyndar í brunaútkall á sunnudagskvöld þegar eldur hafði verið borinn að rusli í kari inni í saltgeymslunni við Keflavíkurhöfn. Talsverður bruni varð þar í fyrrasumar. Að þessu sinni var eldurinn slökktur mjög fljótt og húsið síðan reykræst.
Mynd: Sjúkrabílar utan við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í liðinni viku. Þá voru þrír sjúkrabílar með áhöfnum sendir að HSS til að aðstoða við endurlífgun á stofnuninni. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson