Kuldahrollur í morgunsárið
Eflaust hefur kuldahroll sett að mörgum Suðurnesjabúanum í morgum þegar fólk fór af stað til vinnu enda sannarlega engin vorstemmning í lofti. Samkvæmt spánni má þó gera ráð fyrir að þetta hret verði skammvinnt.
Veðurstofan gerir ráð fyrir austan og suðaustanátt við Faxaflóann í dag, 10-18 m/s og slyddu eða snjókomu, hvassast syðst. Dregur úr vindi og léttir til eftir hádegi. Norðaustan 8-13 og léttskýjað að mestu á morgun. Hiti um og yfir frostmarki.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á föstudag og laugardag:
Norðaustan 8-13 m/s og él norðan- og austantil á landinu, en bjart að mestu um landið suðvestanvert. Hiti 0 til 5 stig sunnan- og vestantil að deginum, en annars í kringum frostmark.
Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Austlæg átt, skýjað með köflum og sums staðar él. Hiti breytist lítið.
Mynd/Þorgils: Á Njarðargötu í morgun