KSK öflugur bakhjarl dótturfélaga
Aðalfundur Kaupfélags Suðurnesja var haldinn 26. mars síðastliðinn. Alls eiga 60 fulltrúar seturétt á fundinum úr 7 deildum félagsins. Félagsmenn eru alls 3702 í árslok 2012. Að sögn Skúla Skúlasonar formanns kaupfélagsins var samþykkt ný stefnumörkun fyrir félagið fyrir árin 2013-2018. Fjöldi félagsmanna tók þátt í gerð stefnumótunarinnar og er hugur í hópnum.
Meginhlutverk félagsins verður að þjóna félagsmenn, að vera öflugur bakhjarl dótturfélaga og vera til fyrirmyndar í samfélagslegri ábyrgð. „Við finnum að það er þörf fyrir samvinnu og samfélagslega ábyrgð. Samvinna er í okkar genum og kaupfélagið getur lagt ýmislegt af mörkum til að bæta samfélagið“, sagði Skúli. Gildi KSK eru Samvinna, traust og samfélagsleg ábyrgð.
Í ræðu Skúla á aðalfundinum kom fram að mikil þróun og gróska væri í samvinnustarfi um allan heim, í dag eru til dæmis 1,4 milljónir samvinnufyrirtækja og félagsmenn 1 milljarður í yfir 90 löndum. Á Íslandi eru í dag 35 samvinnufélög og félagsmenn tæplega 31 þúsund.
Frá aðalfundi KSK á dögunum. VF-myndir: Hilmar Bragi