Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Krummi leitar ætis í byggð
Miðvikudagur 24. febrúar 2010 kl. 10:16

Krummi leitar ætis í byggð


Hrafnar hafa verið áberandi margir í byggð upp á síðkastið og sjást þá gjarnan nokkrir saman. Fólk hefur velt því fyrir sér hvað valdi þessum fjölda krumma en skýringin mun helst vera sú að hann leitar ætis við ströndina þar sem ekkert er að hafa í óbyggðum vegna frosta.

Dr. Sveinn Kári Valdimarsson, forstöðumaður Náttúrustofu Reykjaness, segir ekkert benda til að hrafni hafi fjölgað verulega.
„Þetta er sá árstími þegar mest sést til hans, allt frosið og hann sækir þangað þar sem helst má finna eitthvað að éta. Það má alltaf finna eitthvað við ströndina, t.d. einhver hræ og svo fellur alltaf eitthvað til frá mannfólkinu,“ segir Sveinn Kári.
Sveinn segir skýringuna á hópamyndun krumma þessa dagana helst felast í því að hann byrji  tilhugalífið snemma en hrafninn kemur upp ungum snemma vors nokkuð á undan flestum öðrum tegundum í ríki fugla.

Ljósmynd/elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024