Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 3. nóvember 2000 kl. 11:33

Krummaskuð í Frumleikhúsinu

Nú styttist í næstu frumsýningu hjá Leikfélagi Keflavíkur. Þann 11. nóvember nk. sýnir félagið leikritið Krummaskuð eftir Guðjón Sigvaldason en hann er jafnframt leikstjóri. Leikritið sem er fjörugt gamanleikrit með söngvum, fjallar um lífið í þorpinu Krummaskuði en þar búa margar skrítnar og skemmtilegar persónur. Í þetta skipti eru það leikarar af yngri kynslóðinni sem fá að spreyta sig en nokkrir „gamlir“ fá að fljóta með. Þrátt fyrir ungan aldur eru margir þátttakendur að leika í sínu þriðja eða fjórða leikriti sem sýnir grósku í unglingastarfi félagsins. Að vanda er sýnt í Frumleikhúsinu við Vesturbraut en í salnum hefur verið byggt lítið þorp með öllu tilheyrandi. Leikfélagið lofar frábærri skemmtun fyrir alla fjölskylduna en sýningartímar verða auglýstir í næsta blaði VF.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024