Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Krossasýning hjá Fjólu
Föstudagur 3. september 2004 kl. 14:24

Krossasýning hjá Fjólu

Tuttugu og sjö krossar eru nú til sýnis hjá Fjólu Gullsmið á Hafnargötunni í tengslum við Ljósanótt. Krossarnir eru allir unnir í gull eða silfur og segir Fjóla að það hafi lengi blundað í sér að halda sýningu sem þessa. „Þegar ég var að nema gullsmíði þá langaði mig að sérhæfa mig í smíði krossa og þeir hafa alltaf verið mér hugleiknir. Krossarnir sem eru hér upp á vegg eru nokkuð stórir en ég hef einnig smíðað samskonar krossa sem eru minni,“ segir Fjóla en stórir skartgripir eru einmitt í tísku um þessar mundir. „Undirtektirnar hafa verið fínar og fólki hefur líkað vel við sýninguna.“
Krossarnir hjá Fjólu er til sýnis og sölu og er sýningin opin alla helgina.

Myndin: Fjóla með krossana í baksýn. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024