Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kröpp lægð á leiðinni – allt að 28 m/s síðdegis
Þriðjudagur 2. mars 2004 kl. 08:54

Kröpp lægð á leiðinni – allt að 28 m/s síðdegis

Í morgun kl. 06 var suðaustlæg átt, 10-15 m/s við suður- og suðausturströndina en mun hægari vindur annars staðar. Skýjað var á landinu og rigning sunnantil. Hiti 1 til 9 stig, hlýjast á Austurlandi.

Yfirlit: Yfir Bretlandseyjum er víðáttumikil 1038 mb hæð sem þokast SA. 800 km SSV af Reykjanesi er kröpp 960 mb lægð sem fer allhratt norður

Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:

Viðvörun: Búist er við stormi (meira en 20 m/s) víða um land.

Vaxandi suðaustanátt og rigning, einkum sunnanlands. Suðaustan 20-28 suðvestan- og vestanlands síðdegis og 18-23 m/s norðan- og austantil á landinu í kvöld. Fer að draga úr vindi sunnan- og austanlands í nótt, en sunnan 18-25 vestanlands. Lægir á morgun, suðvestan og sunnan 5-10 og skúrir, en skýjað með köflum norðanlands. Hiti 3 til 10 stig, en heldur svalara á morgun.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Vaxandi suðaustanátt og rigning, 15-20 m/s nálægt hádegi en 20-28 síðdegis. Hiti 5 til 8 stig. Minnkandi sunnanátt í nótt.

Kortin: Efra kortið gildir kl. 09 í dag, en það neðra kl. 18 síðdegis. Kort úr Sjónvarpinu frá því í gærkvöldi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024