HS Veitur
HS Veitur

Fréttir

Krókur með í verkefni um heilsueflingu
Mynd af hópnum frá vef Grindavíkurbæjar.
Þriðjudagur 16. maí 2017 kl. 06:00

Krókur með í verkefni um heilsueflingu

-Verkefnið stuðlar að samstarfi og gæðum í menntun

Á heilsuleikskólanum Króki í Grindavík um síðustu helgi hittust 14 kennarar frá 5 löndum á vegum Nordplus Junior, menntaáætlunar norrænu ráðherranefndarinnar. Samkvæmt vef Grindavíkurbæjar er áætlunin sú að stuðla að samstarfi og gæðum í menntun á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum.

Verkefnið er unnið út frá fimm þáttum heilsueflingar, samkvæmt kenningum Sebastian Kneipp um þætti sem stuðla að almennri heilsu.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Var þetta í þriðja sinn sem hópurinn hittist en í honum voru fulltrúar frá skólum í Finnlandi, Danmörku, Eistlandi og Lettlandi. Þemað að þessu sinni var andleg velferð í leikskólastarfi en gestirnir fóru einnig í skoðunarferðir um landið og líkuðu það vel.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025