Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Krókur með í verkefni um heilsueflingu
Mynd af hópnum frá vef Grindavíkurbæjar.
Þriðjudagur 16. maí 2017 kl. 06:00

Krókur með í verkefni um heilsueflingu

-Verkefnið stuðlar að samstarfi og gæðum í menntun

Á heilsuleikskólanum Króki í Grindavík um síðustu helgi hittust 14 kennarar frá 5 löndum á vegum Nordplus Junior, menntaáætlunar norrænu ráðherranefndarinnar. Samkvæmt vef Grindavíkurbæjar er áætlunin sú að stuðla að samstarfi og gæðum í menntun á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum.

Verkefnið er unnið út frá fimm þáttum heilsueflingar, samkvæmt kenningum Sebastian Kneipp um þætti sem stuðla að almennri heilsu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Var þetta í þriðja sinn sem hópurinn hittist en í honum voru fulltrúar frá skólum í Finnlandi, Danmörku, Eistlandi og Lettlandi. Þemað að þessu sinni var andleg velferð í leikskólastarfi en gestirnir fóru einnig í skoðunarferðir um landið og líkuðu það vel.