Kröfuhafafundur slitastjórnar Spkef á fimmtudag
Kröfuhafafundur slitastjórnar Sparisjóðsins í Keflavík verður haldinn á Grand Hótel, Sigtúni, Reykjavík, nk. fimmtudag 20. janúar kl. 10:00. ,Á fundinum verður farið yfir helstu atburði í Sparisjóðnum í Keflavík fram að 23. júlí 2010 sem og helstu verkefni slitastjórnar eftir skipun hennar. Kröfuskrá verður lögð fram á fundinum ásamt mótmælum sem hafa borist fyrir fundinn.
Mótmælum við afstöðu slitastjórnar, svo og fyrirspurnum, er hægt að koma á framfæri fyrir fundinn með því að senda þau á [email protected] og/eða með því að koma mótmælum skriflegum á framfæri við slitastjórn, í síðasta lagi á ofangreindum kröfuhafafundi. Ekki verður tekið við munnlegum mótmælum, hvorki fyrir fundinn eða á honum.
Það skal tekið fram að þeir einir eiga rétt til setu á fundinum sem hagsmuna eiga að gæta, þ.e. kröfuhafar eða umboðsmenn þeirra, að því er kemur fram í tilkynningu slitastjórnar Spkef.
VF-mynd: Frá fundi um málefni Spkef í Fjölbrautaskóla Suðurnesja á sl. ári.