Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kröftugur og góður fundur Ferðamálasamtaka Reykjaness
Fimmtudagur 17. október 2013 kl. 02:17

Kröftugur og góður fundur Ferðamálasamtaka Reykjaness

„Þetta var kröftugur og góður fundur og gaman að sjá hve margir mættu og tók þátt í umræðunum. Það er mikill uppgangur í ferðaþjónustu á Reykjanesi og mörg skemmtileg verkefni framundan. Ferðamálasamtök Reykjaness hafa nú markað sér stefnu til næstu ára eftir stefnumótunarvinnu sem farið var í og eftir henni ætlum við að vinna,“ segir Sævar Baldursson, formaður Ferðamálasamtaka Reykjaness.

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Reykjaness fyrir árið 2012 var haldinn á Grænásbraut 506 Reykjanesbæ, þriðjudaginn 15. október kl. 17:00. Alls voru um 25 manns mættir á fundinn.

Sævar Baldursson formaður fór yfir ársskýrsluna. Þar kom fram að helstu verkefnin á síðasta ári voru yfirferð gagna og almenn stöðutaka ferðamálasamtakanna, fylgja eftir og semja við Hekluna um yfirtöku á Markaðsstofu Reykjaness, uppbygging ferðamannastaða og styrkjaumsóknir og töluverður tími fór í stefnumótun samtakanna til framtíðar en hún var jafnframt kynnt á fundinum. Hefur þar verið mörkuð stefna samtakanna til næstu ára. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til kynningar og samþykktar. Samþykkt varsamhljóða að árgjald verði áfram 5.000 kr. Þá voru samþykktar nokkrar lagabreytingar á fundinum, m.a. að nafn samtakanna verður hér eftir Ferðamálasamtök Reyjaness í stað Suðurnesja.  Undir liðnum önnur mál voru góðar umræður um ýmis hagsmunamál ferðaþjónustunnar á Reykjanesi.

Ekki var stjórnarkjör að þessu sinni þar sem síðasta stjórn var kosin til tveggja ára. Nánari upplýsingar um starfsemi samtakanna má sjá á heimasíðu þeirra www.ferdamalasamtokreykjaness.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024