Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Föstudagur 25. febrúar 2000 kl. 21:57

Kröftugt þrumuveður

Ótrúlegt þrumuveður er skollið á í Reykjanesbæ. Tvær stórar eldingar hafa lýst upp næturhimininn og þruman sem fylgdi þeirri síðari lét hús og rúður nötra í bænum. Frá höfðustöðvun Víkurfrétta heyrðist þjófavarnakerfi bifreiðar fara í gang eftir síðari þrumuna. Strax í kjölfar hennar brast á með hagléli og var sem himinn og jörð væru að farast.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024