Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kríurnar sækja í heitt malbikið
Þriðjudagur 24. júlí 2012 kl. 11:52

Kríurnar sækja í heitt malbikið

Eins og greint hefur verið frá virðist kríuvarp við Norðurkot í Sandgerði vera að heppnast með ágætum í fyrsta skipti í fjögur ár. Krían er mjög fjölmenn við Norðurkot en þar er eitt stærsta kríuvarp landsins.

Kríuungar hafa síðustu daga verið að flækjast upp á veg með þeim afleiðingum að þeir hafa lent undir hjólbörðum og endað þessa jarðvist. Nú sækja einnig fullorðnir fuglar upp á heitt malbikið eins og sjá má á meðfylgjandi myndum Hilmars Braga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024