Kríur og staða samkynhneigðra í Víkurfréttum vikunnar
Víkurfréttir vikunnar eru komnar út á rafrænu formi en prentaðri útgáfu blaðsins verður dreift á dreifingarstaði á Suðurnesjum á miðvikudagsmorgun.
Ragnar Birkir Bjarkarson og Marcin Pawlak eru samkynhneigðir og búa saman í Reykjanesbæ þar sem þeir ala upp þrjár dætur Ragnars. Ragnar ólst upp í litlu bæjarfélagi út á landi en unnusti hans kemur frá Póllandi. Víkurfréttir ræddu við þá um stöðu samkynhneigðra í dag og hvernig það var fyrir þá að koma út úr skápnum en hvorki lítil bæjarfélög né pólska samfélagið eru kannski draumastaðirnir fyrir þá sem eru hinsegin.
Við fjöllum einnig um kríuvarp sem tókst með miklum ágætum í ár en þúsundir unga komust á legg í einu stærsta kríuvarpi landsins við Norðurkot í Sandgerði.
Við kynnum okkur Frú Ragnheiði á Suðurnesjum, kíkjum á hattapúttmót, förum á djasstónleika í Suðurnesjabæ og svo mætti lengi telja.
Rafræna útgáfu blaðsins má lesa hér að neðan.