Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kristján klökkur á fundi með starfsfólki Spkef í morgun
Föstudagur 23. apríl 2010 kl. 11:18

Kristján klökkur á fundi með starfsfólki Spkef í morgun


Kristján Gunnarsson fráfarandi formaður stjórnar Sparisjóðsins í Keflavík klökknaði í ræðu sinni með starfsfólki sjóðsins í morgun en fundurinn var haldinn vegna yfirtöku ríkisins á sjóðnum sem heitir nú Spkef sparisjóður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stjórnarformaðurinn greindi fólki frá stöðu mála og sagði það ömurlegt að 102 ára sögu þessarar stofnunar væri nú lokið. Kristján þurfti að gera hlé á ræðu sinni þar sem hann átti erfitt með þessi erfiðu tíðindi. Nokkir starfsmenn brotnuðu á fundinum en öðrum létti því erfiðri björgunarsögu er lokið og nýtt upphaf handan hornsins. Undir það tók Guðný Bachmann, starfsmannastjóri þegar hún gekk með konfektskálar til að bjóða með kaffinu. Fáir viðskiptavinir voru í Sparisjóðnum í Keflavík í morgun þegar VF leit þar við en þó nokkrir, flestir furðu jákvæðir. Þó ekki allir. Einn þeirra sagði að þetta væri ömurleg staða eftir hundrað ár fyrir peningastofnun sem hefði verið lífæð Suðurnesja. „Það hlýtur að verða uppstokkun,“ sagði hann.


„Erfiðasti þáttur í svona yfirtökum er mannlegi þátturinn gagnvart starfsfólkinu sem margt hefur unnið hér í tugi ára. Fólkið tók þessu með miklu æðruleysi. Það hjálpaði eflaust til að starfsfólk var ekki eins sjokkerað að við náðum að hafa samband við alla í gær.  Ég held að það sé í fyrsta skipti í öllum bankayfirtökum sem það hefur náðst,“ sagði Ásta Dís Ólasdóttir, formaður nýrrar stjórnar Spkef sparisjóðs.

Mynd: Ásta Dís Óladóttir er formaður nýrrar stjórnar Spkef sparisjóðs. Hún er mörgum Suðurnesjamönnum kunn en hún bjó um tíma í nágrenni Spkef, á Aðalgötunni í Keflavík.