Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Kristján hættir sem formaður FFR
Þriðjudagur 14. apríl 2015 kl. 11:53

Kristján hættir sem formaður FFR

Gefur ekki kost á sér til endurkjörs.

„Hef tekið þá ákvörðun í samráði við fjölskyldu mína, félaga og vini að bjóða mig ekki fram til formanns í Félagi flugmálastarfsmanna ríkisins. Stjórnaskipti fara því fram á komandi aðalfundi FFR sem verður í lok aprílmánaðar. Einn listi barst kjörstjórn og því kemur ekki til kosninga í félaginu,“ segir Kristján Jóhannsson í tilkynningu á Facebook síðu sinni rétt í þessu. Hann hefur sinnt starfi formanns og framkvæmdastjóra FFR undanfarin tvö ár. 
 
Gustað hefur um Kristján í formannsembættinu í verkfallsaðgerðum og viðræðum frá því í haust og hann m.a. sakaður um að hafa ofurlaun. Á þriðja tug félagsmanna gengu af félagsfundi í byrjun mars, þar sem ræða átti fjárhagsstöðu félagsins og nýtt samkomulag á milli FFR og SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu. Þeir vildu ekki taka þátt í umræðu um launakostnað og rekstur félagsins. Kristján gekk einnig sjálfur af þeim fundi.
 
Í samtali við Víkurfréttir vildi Kristján ekki tjá sig fyrr en eftir aðalfund, annað en það sem fram kemur í yfirlýsingunni og það að hann gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Þegar hefur eitt framboð borist núverandi stjórn FFR sem tilkynnt verður á aðalfundinum í lok apríl. Núverandi stjórn gefur ekki kost á sér. 
 
Á síðu FFR kemur fram að frestur til að skila framboðslistum til stjórnarkjörs í Félagi flugmálastarfsmanna ríkisins rann út á miðnætti 8. apríl s.l. Einn listi barst kjörstjórn og því kemur ekki til kosninga í félaginu. Listinn er sjálfkjörinn. Samkvæmt lögum félagsins ber að lýsa kjöri nýrrar stjórnar á aðalfundi og það mun formaður kjörstjórnar, Guðjón Arngrímsson gera á komandi aðalfundi.
Public deli
Public deli