Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kristján gefur kost á sér áfram sem formaður Starfsgreinasambandsins
Þriðjudagur 14. ágúst 2007 kl. 22:35

Kristján gefur kost á sér áfram sem formaður Starfsgreinasambandsins

Á fundi framkvæmdastjórnar Starfsgreinasambandsins, SGS, sem haldinn var í dag kom fram að Kristján Gunnarsson, formaður VSFK, mun gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku fyrir SGS á þingi sambandsins sem haldið verður dagana 3. – 5. október n.k. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar Iðju á Akureyri gefur einnig kost á sér áfram sem varaformaður SGS næstu 2 árin. Morgunblaðið á Netinu, www.mbl.is, greinir frá þessu.

Á fundinum var farið yfir meginmál komandi þings og drög að dagskrá voru samþykkt. Þar munu kjaramálin vega þyngst auk þess sem skipulag og hlutverk verkalýðshreyfingarinnar verður til umfjöllunar á sérstöku málþingi sem haldið verður jafnhliða þinginu. Formaður IUF, alþjóðsambands verkafólks í matvælaiðnaði, Hans Olof Nilson, verður sérstakur gestur SGS á þinginu, að því er segir á vef Starfsgreinasambandsins.

Aðdragandi komandi kjaraviðræðna við Samtök atvinnulífsins voru einnig á dagskrá fundarins. Kosin var sérstök undirbúningsnefnd sem skila á tillögum til framkvæmdastjórnar um hvernig staðið skuli að mótun kröfugerðar að hálfu SGS og hvernig haga megi samstarfi við Flóafélögin (Eflingu, Hlíf og VSFK) í því sambandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024