Kristján Ásmundsson nýr skólameistari FS
Kristján tekur við starfinu af Ólafi Jóni Arnbjörnssyni sem hafði gegnt stöðu skólameistara frá árinu 1995.
Kristján Ásmundsson hefur tekið við starfi skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Kristján tekur við starfinu af Ólafi Jóni Arnbjörnssyni sem hafði gegnt stöðu skólameistara frá árinu 1995. Kristján hóf störf við skólann árið 1986 sem stærðfræðikennari. Hann var settur aðstoðarskólameistari árin 1999-2001 og 2003-2006 og skipaður aðstoðarskólameistari árið 2006. Kristján gegndi starfi skólameistara árin 2008-2011 í leyfi Ólafs Jóns Arnbjörnssonar og hefur nú verið skipaður skólameistari til fimm ára.
Guðlaug Pálsdóttir hefur tekið við stöðu aðstoðarskólameistara af Kristjáni en hún gegndi áður stöðu áfangastjóra. Ægir Karl Ægisson hefur í staðinn verið ráðinn áfangastjóri.