Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kristinn Óskars óvænt í toppbaráttunni á Hellu
Laugardagur 28. júlí 2012 kl. 00:39

Kristinn Óskars óvænt í toppbaráttunni á Hellu

Kristinn Óskarsson úr Golfklúbbi Suðurnesja, sem er betur þekktur fyrir færni sína sem körfuknattleiksdómari, hefur heldur betur komið á óvart á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Strandarvelli á Hellu. Kristinn hefur leikið báða hringina í mótinu á 69 höggum og er samtals á tveimur höggum undir pari í mótinu.

Kristinn fékk fjóra fugla í gær en þrjá skolla og er í lokaráshópnum í dag. Hann er í öðru sæti og hefur frammistaðan hans í mótinu komið mörgum á óvart.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Rætt er við Kristinn í myndbandinu hér að ofan en hann segist lítið sem ekkert æfa og spila golf tvisvar sinnum í viku.


Kristinn Óskarsson fagnar pari á 18. braut.