Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kristinn: Árangurinn vonbrigði
Kristinn var ekki í skýjunum á kosninganótt.
Sunnudagur 1. júní 2014 kl. 15:39

Kristinn: Árangurinn vonbrigði

„Árangur okkar í þessum kosningum eru mikil vonbrigði. Ég átti alltaf von á meiru en þessu en það er greinilegt að fólk hér í bæ vildi sjá breytingar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar,“ sagði Kristinn Jakobsson, oddviti Framsóknarflokksins en hann fékk einn mann kjörinn með um 8% atkvæða.

Kristinn var boðaður á fund hjá nýju samstarfi flokkanna þriggja sem mynda nýjan meirihluta eða nýtt samstarf eins og forráðamenn þeirra kjósa að kalla það. „Mér líst ágætlega á þetta samstarf. Það er margt líkt með áherslum þeirra allra þannig að það ætti ekki að vera flókið fyrir þá að vinna saman, alla vega á pappírnum séð.“
Hvað er þú gera á fund hjá þeim?
„Þeir boðuðu mig á fundinn og þeir ætla held ég bara að kynna hvað þeir eru að gera,“ sagði Kristinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kristinn Jakobsson á fundi með oddvitunum Friðjóni Einarssyni, Guðbrandi Einarssyni og Gunnari Þórarinssyni. VF-mynd/pket.