Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kristbjörg dregin á brott
Föstudagur 8. september 2006 kl. 10:41

Kristbjörg dregin á brott

Í gær var einu langlegu-skipinu færra í Njarðvíkurhöfn þegar Kristbjörg VE var dregin á brott úr höfninni. Þar hafði hún legið við festar síðan árið 1992 eða í heil 14 ár. Kristbjörg var dregin að dráttarbrautinni í Njarðvík þar sem hún mun enda ævidagana sem brotajárn.
Í höfninni er annar ryðkláfur sem býður þess að hljóta sömu örlög en bæði skipin þurftu hafnaryfirvöld  að kaupa til að geta losnað við þau. Annars hefðu skipin sjálfsagt legið þar við festar til eilífðarnóns. 
Sú var tíðin að úreltum skipum var sökkt í sæ út á Reykjaneshrygg. Síðasta skipið sem hlaut þau örlög var Siggi Bjarna í Sandgerði. Með breyttum lögum sem tóku gildi undir lok 9. áratugarins var bannað að farga skipum á þann hátt og kveðið á um að þau skyldu rifin í brotajárn.


 

Mynd: Dráttarbáturinn Auðunn dregur Kristbjörgu út úr Njarðvíkurhöfn. Á eftir skipinu dróst þykk slæða af botngróðri sem hafði safnast á botn skipsins í 14 ár.

 

VF-mynd:elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024