Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 5. maí 2022 kl. 15:11
Krían er mætt á Garðskaga
Krían er komin til landsins og fyrstu fuglarnir þetta vorið hafa sést á Garðskaga í dag, fimmtudaginn 5. maí. Það var núna kl. 15 sem göngugarpur sá og heyrði til kríunnar þar sem hún kom fljúgandi af hafi. Um var að ræða einn fugl en vafalítið eru þeir fleiri.