Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds
Lögreglan á Suðurnesjum hefur óskað eftir framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir pólskum karlmanni, sem er grunaður um að hafa orðið valdur að dauða 4 ára drengs í Keflavík sl. föstudag. Þá var ekið á drenginn á Vesturgötu í Keflavík og stungið af frá vettvangi slyssins.
Drengurinn, Kristinn Veigar Sigurðsson, lést af áverkum sem hann hlaut í slysinu. Pólverjinn, sem lögregla grunar um verknaðinn, var handtekinn sl. laugardag við sérstakt eftirlit lögreglunnar. Hann var síðan í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur til gæsluvarðhalds sem rann út í dag kl. 16. Maðurinn hefur verið leiddur aftur fyrir dómara og framlengingar varðhalddsins krafist til loka næstu viku. Enn er beðið niðurstöðu dómara.
Drengurinn, Kristinn Veigar Sigurðsson, lést af áverkum sem hann hlaut í slysinu. Pólverjinn, sem lögregla grunar um verknaðinn, var handtekinn sl. laugardag við sérstakt eftirlit lögreglunnar. Hann var síðan í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur til gæsluvarðhalds sem rann út í dag kl. 16. Maðurinn hefur verið leiddur aftur fyrir dómara og framlengingar varðhalddsins krafist til loka næstu viku. Enn er beðið niðurstöðu dómara.