Krabbameinið farið úr hægra auganu
- Ólavía Margrét Óladóttir bregst vel lyfjameðferð
Guðlaug Erla Björgvinsdóttir, ung móðir á Suðurnesjum, hefur fengið góðar fréttir úr krabbameinsmeðferð sem Ólavía Margrét Óladóttir, tæplega þriggja mánaða dóttir hennar gengst undir.
„Fyrir mánuði greindist litla kraftaverkið mitt með krabbamein í báðum augum og var hún sett í lyfjameðferð. Lyfjameðferðin er greinilega að virka því í fyrradag fékk ég fréttir sem fengu mig til þess að gráta úr gleði, krabbameinið í hægra auganu er alveg farið og það í vinstra búið að minnka,“ segir Guðlaug Erla í færslu á fésbókinni.
„Þetta er bara kraftaverk! Vil þakka öllum fyrir stuðninginn og fyrir að biðja fyrir elsku Ólavíu minni,“ segir Guðlaug Erla jafnframt í færslunni.
Sjá einnig hér: Styður barn með krabbamein í augum