Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kotvogur splundraðist í óveðri
VF/Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
laugardaginn 11. mars 2023 kl. 07:20

Kotvogur splundraðist í óveðri

Á 19. öld var Kotvogur í Höfnum eitt stærsta býli landsins. Þar bjuggu m.a. þrír forríkir útvegsbændur mann fram af manni, þeir hétu allir Ketill og eru oftast nefndir Katlarnir þrír. Nú má segja að Kotvogur sé rústir einar eftir að ein af byggingum gamla eyðibýlisins splundraðist í óveðri á dögunum. Brakið er engum til yndisauka og þyrfti að fergja áður en næsta óveðurslægð grípur járnið og þeytir því yfir þorpið í Höfnum.

Kotvogur er menningarminjar sem þyrfti að endurbyggja með tíð og tíma en þar mætti halda á lofti sögu Hafna sem er svo löng að þar höfðu menn komið sér upp útstöð löngu fyrir eiginlegt landnám Íslands. Myndin er af brakinu eins og það blasti við ljósmyndara blaðsins um liðna helgi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024