Þriðjudagur 14. júlí 2020 kl. 09:33
Kótilettukvöld í Vogum í haust
Björgunarsveitin Skyggnir og Ungmennafélagið Þróttur í Vogum hafa fengið afnot af íþróttahúsinu í Vogum í lok október, en félögin ætla í sameiningu að efna til s.k. „kótilettukvölds“. Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur heimilað félögunum afnot af húsnæðinu fyrir veisluna.