Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Kostur opnar á Túngötu 1
Miðvikudagur 2. mars 2005 kl. 14:24

Kostur opnar á Túngötu 1

Rúnar Lúðvíksson sem rak Hólmgarð á sínum tíma hefur opnað nýja matvörubúð sem nefnist Kostur. Búðin er staðsett á Túngötu 1 eða í sama húsi og gamla Félagsbíó og Nótatún voru áður.

Verslunin er hefðbundin hverfisverslun að sögn Rúnars og er allt nýtt og fínt í henni.  Verslunin er mjög björt og þægileg og setur Rúnar markmið á a veita góða þjónustu. Hann stílar inn á hverfið: „Fólkið sem hér er að vinna í miðbænum, fólkið sem býr hér í kring eiga vonandi eftir að nýta sér þetta, mikið um eldra fólk í hverfinu og það er í göngufæri frá versluninni“. Hann bætir við að gap hafi myndast í matvörubúðum eftir að Miðbær hætti og svo Nóatún stuttu seinna og að hann voni að búðin svari þörfum neytenda. Opnunartími í búðinni er frá 9-19 á virkum dögum og frá 11-19 um helgar.

Mynd: Rúnar Lúðvíksson í búðinni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024