Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kostnaðurinn í Keflavík stendur í Ryanair
Þriðjudagur 22. október 2013 kl. 09:08

Kostnaðurinn í Keflavík stendur í Ryanair



Forsvarsmenn stærsta lággjaldaflugfélags Evrópu hafa skoðað flug til Keflavíkur og Akureyrar.

Lág flugvallagjöld eru forsenda fyrir nýjum áfangastöðum hjá Ryanair. Þetta kom fram í viðtali Túrista við talsmann írska flugfélagsins í sumar. Hann sagði þá að félagið hefði kannað flug til Íslands.

Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia, segir að nokkur erlend flugfélög hafi skoðað áætlunarflug hingað undanfarið. Þar á meðal forsvarsmenn Ryanair. Hún segir þá hafa athugað flug til Keflavíkur og Akureyrar en kostnaðurinn í Keflavík hafi staðið í þeim. Elín bendir á að Ryanair sé vant því að fá mikinn stuðning frá flugvöllum og ferðamálayfirvöldum en hvorki Isavia né íslensk ferðamálayfirvöld hafa getað boðið slíkt.

Erfitt aðflug á Akureyrarflugvelli varð hins vegar til þess að sá kostur var ekki talinn álitlegur hjá stjórnendum Ryanair.

Ryanair er eitt stærsta flugfélag Evrópu og flytur árlega um áttatíu milljón farþega. Í flota félagsins eru rúmlega þrjú hundruð Boeing flugvélar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024