Kostnaður við Hljómahöll hækkar
Reikna má með að kostnaður við byggingu Hljómahallarinnar hafi hækkað í tæpa tvo milljarða úr 1,5 milljarði vegna hækkandi byggingarvísitölu. Ekki hefur farið fram sérstök endurskoðun eða endurmat á verkefninu.
Þetta kom fram í svari Árna Sigfússonar, bæjarstjóra, við fyrirspurn Guðbrands Einarssonar á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ á þriðjudag. Guðbrandur spurði hver búið væri að vinna nýtt kostnaðarmat vegna framkvæmdarinnar miðað við núverandi gengi.
Árni nefndi í svari sínu að byggingarvísitala hefði hækkað verulega á framkvæmdatímanum en ekki væri búið að framkvæma sérstaka endurskoðun á verkefninu. Vegna breytinga á byggingavísitölu mætti reikna með að kostnaður við Hljómahöllina hækkaði upp í 1,8 til 1,9 milljarð.
Árni nefndi í svari sínu að byggingarvísitala hefði hækkað verulega á framkvæmdatímanum en ekki væri búið að framkvæma sérstaka endurskoðun á verkefninu. Vegna breytinga á byggingavísitölu mætti reikna með að kostnaður við Hljómahöllina hækkaði upp í 1,8 til 1,9 milljarð.
Mynd/ Fjölmenni var í Stapa þegar fulltrúar Reykjanesbæjar, Fasteignar og Atafls undirrituðu samningana um byggingu Hljómahallar.