Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kostnaður við Fitjasvæðið meiri en áætlaður var
Fimmtudagur 8. júlí 2004 kl. 16:12

Kostnaður við Fitjasvæðið meiri en áætlaður var

Kostnaður Reykjanesbæjar vegna útivistarsvæðisins að Fitjum fór 23 milljónir fram úr kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á 54 milljónir króna. Kostnaður vegna framkvæmda á svæðinu nam rúmri 71 milljón króna. Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Framsóknarflokks óskuðu upplýsinga um kostnaðarhlið vegna framkvæmda við útivistarsvæðið á Fitjum á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag.
Segir í fyrirspurninni að á árinu 2002 hafi rúmar 11 milljónir króna verið greiddar úr bæjarsjóði vegna framkvæmda á svæðinu og fyrir árið 2003 hafi 30 milljónir króna verið áætlaðar til framkvæmda á svæðinu. Rúmlega 60 milljónum hafi hinsvegar verið varið í framkvæmdirnar, 30 milljónum króna meira en gert var ráð fyrir í áætlun fyrir árið 2003.
Í svari bæjarstjóra við fyrirspurn minnihlutans kemur fram að verktakafyrirtækið Nesprýði hafi átt lægsta tilboðið í framkvæmdir á svæðinu upp á rúmar 40 milljónir króna. Vegna magnaukningar í tyrfingu og gróðurmold hafi greiðsla til verktakafyrirtækisins Nesprýði hinsvegar numið rúmum 55 milljónum króna. Einnig kemur fram í svari bæjarstjóra að tekin hafi verið ákvörðun um að klára framkvæmdir á svæðinu árið 2003 í stað þess að bíða með það til ársins 2004. Var sú flýting tilkomin þar sem ekki var nýtt fjárveiting vegna fyrirhugaðra holræsaframkvæmda á svæðinu og lokafrágangs sniðræsis að hreinsistöð. Því hafi verið eðlilegt að nýta þá fjárveitingu til að ljúka framkvæmdum á svæðinu.

Mynd: Séð yfir Fitjasvæðið úr Grænásnum. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024