Kostnaður Reykjanesbæjar við liðveislu tæpar 9 milljónir
Heildarkostnaður Reykjanesbæjar við liðveislu var kr. 8.753.000 að því er kemur fram í árskýrslu fjölskyldu- og félagsþjónustunnar fyrir árið 2004. Liðveisla er veitt samkvæmt lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992. Þeir sem eiga rétt á liðveislu eru fatlaðir einstaklingar sem eru 6 ára og eldri. Með liðveislu er átt við persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun.
Á árinu 2004 fengu 44 einstaklingar á aldrinum 2 til 70 ára liðveislu eða persónulega ráðgjöf. Fjöldi einstaklinga var mjög svipaður og á árinu 2003. Karlar voru 17 og konur 27.
Á árinu 2004 bjuggu 14 fatlaðir einstaklingar í þjónustuíbúðum og grundvöllur þess að þeir geti búið þar er að þeir njóti liðveislu, frekari liðveislu og félagslegrar heimaþjónustu. Þjónustan við fatlaðra einstaklinga í þjónustuíbúðum er samstarfsverkefni milli Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar og Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi. Hvor þjónustuaðili leggur hverjum einstaklingi til 20 liðveislutíma á mánuði. Hver einstaklingur fær allt frá 12 til 30 tímum á mánuði, allt eftir félagslegri stöðu hvers og eins.
Þörfin fyrir aukningu á liðveislutímum jókst um 14% á árinu en á sama tíma fjölgaði einstaklingunum um 2%. Alls störfuðu 45 einstaklingar við liðveislu eða persónulega ráðgjöf á árinu.
Á árinu 2004 fengu 44 einstaklingar á aldrinum 2 til 70 ára liðveislu eða persónulega ráðgjöf. Fjöldi einstaklinga var mjög svipaður og á árinu 2003. Karlar voru 17 og konur 27.
Á árinu 2004 bjuggu 14 fatlaðir einstaklingar í þjónustuíbúðum og grundvöllur þess að þeir geti búið þar er að þeir njóti liðveislu, frekari liðveislu og félagslegrar heimaþjónustu. Þjónustan við fatlaðra einstaklinga í þjónustuíbúðum er samstarfsverkefni milli Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar og Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi. Hvor þjónustuaðili leggur hverjum einstaklingi til 20 liðveislutíma á mánuði. Hver einstaklingur fær allt frá 12 til 30 tímum á mánuði, allt eftir félagslegri stöðu hvers og eins.
Þörfin fyrir aukningu á liðveislutímum jókst um 14% á árinu en á sama tíma fjölgaði einstaklingunum um 2%. Alls störfuðu 45 einstaklingar við liðveislu eða persónulega ráðgjöf á árinu.