Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kostnaði í Helguvík haldið í lágmarki
Föstudagur 26. október 2012 kl. 11:43

Kostnaði í Helguvík haldið í lágmarki

Kostnaði við framkvæmdir á álverslóðinni í Helguvík verður haldið í lágmarki þar til endanlega hefur verið gengið frá samningum við orkufyrirtækin. Viðræður við HS Orku eru á lokametrunum og takist að ljúka þeim bráðlega ættu framkvæmdir að geta hafist næsta vor. Gangi allt að óskum gæti framleiðsla hafist í Helguvík vorið 2015, segir Sólveig Kr. Bergmann, upplýsingafulltrúi Norðuráls, við Víkurfréttir.
Frá því í sumar hafa framkvæmdir í Helguvík verið umfangsmeiri en síðustu misseri. Lagðar voru um 250 milljónir króna í að klæða byggingarnar í Helguvík fyrir veturinn, sem er til  marks um að menn sjái fyrir endann á löngu ferli við undirbúning fyrstu áfanga álversins.

„Það þarf að hnýta alla lausa enda og meðal annars þarf að tryggja það að uppbygging raflína gangi eftir. Nauðsynlegt er að styrkja raforkuflutningskerfi á Suðurnesjum, óháð því hvort Helguvík fer í gang eða ekki. Það hefur hins vegar gengið hægt að klára það verkefni. Þar til gengið verður endanlega frá samningum við orkufyrirtækin mun kostnaði í Helguvík hins vegar verða haldið í lágmarki,“ segir Sólveig í samtali við Víkurfréttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024