Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kostaði 2 milljónir að ráða skólastjóra
Föstudagur 14. ágúst 2015 kl. 09:39

Kostaði 2 milljónir að ráða skólastjóra

Það fylgir því töluverður kostnaður fyrir sveitarfélög að skipta um stjórnendur. Það kostaði Sveitarfélagið Garð t.a.m. rúmar tvær milljónir að ráða skólastjóra og aðstoðarskólastjóra Gerðaskóla í byrjun sumars.
Þetta kemur fram í gögnum bæjarráðs Garðs frá því í júlí en þá voru teknar fyrir tvær breytingar á fjárhagsáætlun ársins 2015.
 
Kostnaður vegna ráðningar skólastjóra og aðstoðarskólastjóra Gerðaskóla var 2.031.000 kr. Hann mun þó ekki hafa áhrif á rekstrarniðurstöðu fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024