Kosningaundirbúningur VG hafinn í Suðurkjördæmi
Kjördæmisfélag Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi heldur félagsfund í Vogum á Vatnsleysuströnd á laugardag 7. september, þar sem fjallað verður um hvernig staðið verður að framboðsmálum í kjördæminu fyrir kosningarnar í vor.
Steingrímur J. Sigfússon mun mæta á fundinn og hafa framsögu um stjórnmál líðandi stundar og komandi vetrar. Segir í frétt frá félaginu að sérstaklega verði fjallað um ráðleysi stjórnarflokkanna í málefnum sjúkrastofnana og aðför þeirra að velferðarsamfélaginu og náttúru landsins.
Steingrímur J. Sigfússon mun mæta á fundinn og hafa framsögu um stjórnmál líðandi stundar og komandi vetrar. Segir í frétt frá félaginu að sérstaklega verði fjallað um ráðleysi stjórnarflokkanna í málefnum sjúkrastofnana og aðför þeirra að velferðarsamfélaginu og náttúru landsins.