Kosning hafin í opnu netprófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi
Í morgun hófst kosning í opnu netprófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjörfæmi, kosning stendur yfir til kl. 18:00 laugardaginn 7.
mars 2009.
Kosningarétt hafa allir sem eru á íbúaskrá í Suðurkjördæmi þann 1. mars og verða orðnir 18 ára þegar Alþingiskosningar fara fram þann 25. apríl. Frambjóðendur Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi eru einu frambjóðendurnir í kjördæminu sem sækja umboð sitt milliliðalaust til íbúanna.
Þeir sem vilja nýta lýðræðislegan rétt sinn til til að raða á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fara inn á samfylking.is og þaðan á kjörsíðu Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og fá allar upplýsingar um hvernig kosið er. Þar skráir viðkomandi sig til að taka þátt í netkosningu og fær kjörkóða sendan strax á netbanka og lýkur kosningu í beinu framhaldi.
Þeir sem ekki hafa aðgang að netbanka geta farið til umboðsmanna Samfylkingarinnar á fjölmörgun stöðum í kjördæminu og kosið hjá þeim dagana meðan kosning stendur yfir 5.-7. mars. Upplýsingar um umboðsmennina og frambjóðendur er að finna á samfylking.is og í prófkjörsblaði sem dreift er á öll heimli í kjördæminu.