Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Kosið um nafn með hefðbundnum hætti
Frá kjörfundi í Garði í nýliðnum bæjarstjórnarkosningum. VF-mynd: Hilmar Bragi
Föstudagur 31. ágúst 2018 kl. 16:19

Kosið um nafn með hefðbundnum hætti

Bæjarráð Sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis leggur fram við bæjarstjórn sveitarfélagsins að fram fari íbúakosning um val á nafni, ákveðinn verði kjördagur til að framkvæma kosninguna. 
 
Bæjarráð vill að kosið verði með hefðbundnum hætti, með kjörseðli á kjörstað. Þá fái bæjarráð umboð til að halda utan um ferli málsins og framkvæmd, ásamt Kjörstjórn þar sem það á við. 
 
„Bæjarstjórn feli bæjarráði að halda utan um val á tillögum um nöfn, sem verði kosið um og skili fullmótuðum tillögum til bæjarstjórnar til staðfestingar,“ segir í afgreiðslu bæjarráðs á fundi þess nú í vikunni. 
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024