Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kosið um nafn á sameinað sveitarfélag 3. nóvember
Séð yfir hluta byggðarinnar í Sandgerði á dögunum. VF-mynd: Hilmar Bragi
Mánudagur 24. september 2018 kl. 09:33

Kosið um nafn á sameinað sveitarfélag 3. nóvember

Kosið verður um nýtt nafn á sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis þann 3. nóvember nk.
 
Stefnt er að því að bæjarstjórn sveitarfélagsins staðfesti þær tillögur að nöfnum sem kosið verði um á fundi bæjarstjórnar þann 3. október, með það að markmiði að kosning fari fram hinn 3. nóvember. 
 
Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum tillögu um verkáætlun og að Hvíta húsið ehf. verði fengið til samstarfs við bæjarstjórn um val á nafnatillögum sem verði kosið um.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024