Kortleggja og verja innviði á Reykjanesi
Settur hefur verið á stofn vinnuhópur undir stjórn Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra sem hefur það hlutverk að kortleggja og verja innviði á Reykjanesi komi til eldgoss eða annarrar náttúruvár.
Ríkisstjórnin samþykki á fundi sínum fyrir helgi tillögu Almannavarna um slíkan hóp, en aðild að honum eiga m.a. sveitarfélögin á svæðinu, veitufyrirtæki, stjórnarráðið, Póst- og fjarskiptastofnun, Vegagerðin, sérfræðihópur verkfræðinga o.fl.