Körfuknattleiksdeildin í Grindavík vill parketgólf
Körfuknattleiksdeildin í Grindavík hefur lagt fram beiðni þess efnis að dúk á gólfi íþróttahússins verði skipt út fyrir parketgólf. Á 1002 fundi bæjarráðs fyrir páska var málið tekið fyrir eftir að íþrótta- og tómstundanefnd bæjarins hafði fjalla um málið fyrr í mánuðinum. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að dúkurinn hafi ekki misst eiginleika sína og þoli meiri ágang af fjölbreyttri notkun en parket. Að mati nefndarinnar er dúkurinn stamari og hefur ekki eins mikla fjöðrun og parketið.
Á bæjarráðsfundinum var einnig lagt fram bréf frá Körfuknattleiksdeild UMFG þar sem spurst er fyrir um afgreiðslu framangreinds erindis. Bæjarráð felur forstöðumanni Íþróttamiðstöðvarinnar að fá álit sérfróðra manna á því hver sé hugsanlegur endingartími dúksins sem nú er á gólfinu.
Á bæjarráðsfundinum var einnig lagt fram bréf frá Körfuknattleiksdeild UMFG þar sem spurst er fyrir um afgreiðslu framangreinds erindis. Bæjarráð felur forstöðumanni Íþróttamiðstöðvarinnar að fá álit sérfróðra manna á því hver sé hugsanlegur endingartími dúksins sem nú er á gólfinu.